Fréttaannáll

4. janúar 2016

Bílprófsstyrkur TM veittur í nóvember

Það var Hans Andri Baldvinsson sem vann 100.000 kr. bílprófsstyrk TM í desember 2015. Tvisvar á ári drögum við út heppinn þátttakanda sem skrifað hefur undir bílprófssamning TM en það er samningur milli foreldra og ungra ökumanna um öryggi í umferðinni.

 

7. janúar 2016

Samstarf TM og HSÍ

Í janúar skrifuðu TM og HSÍ undir samstarfs­samning varðandi þátt­töku og undir­búning íslenska karla­lands­liðsins í hand­knattleik. Við hjá TM höfum alltaf fulla trú á strákunum og hvetjum þá áfram til dáða! Áfram Ísland!

27. janúar 2016

TM-mótið í Kórnum 2016

TM-mótið í Kórnum Kópavogi fór fram dagana 30.–31. janúar 2016. Mótið er fyrir stelpur í 5., 6., 7. og 8. flokki í fótbolta. Margrét Lára Viðarsdóttir mætti á svæðið og var með timamot.is snapchat TM.


Námskeið fyrir verðandi foreldra – Undirbúningur fyrir fæðingu.

Viðskiptavinum TM var boðið á námskeiðið, Undirbúningur fyrir fæðingu. Markmið námskeiðsins var að undirbúa þátttakendur fyrir fæðingu og auka þannig sjálfstraust kvenna og stuðningsaðila hennar fyrir fæðingu. Embla Ýr Guðmundsdóttir ljósmóðir stýrði námskeiðinu. Undirbúningur fyrir fæðingu var haldið þrisvar árið 2016 í febrúar, apríl og september.

28. apríl 2016

Akureyri og Húnaþing vestra í átak í eldvörnum

TM er aðili að Eldvarnabandalaginu og voru fulltrúar TM viðstaddir undirritun við Akureyrarbæ og Húnaþing vestra um eigið eldvarnaeftirlit hjá stofnunum sveitarfélaganna.

4. maí 2016

TM-mót Stjörnunnar

Rúmlega 3000 ungmenni kepptu í fótbolta helgarnar 23.–24. apríl og 30. apríl–1. maí. Mótið var haldið fyrir stelpur og stráka í 8.–5. flokki.

6. júní 2016

Bílprófsstyrkur TM veittur í maí

Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir bílprófsnemi skrifaði undir Bílprófssamning TM og var svo heppin að hljóta 100.000 kr. bílprófsstyrk. Innilega til hamingju Þórhildur og gangi þér vel í umferðinni!

14. júní 2016

TM-mótið í Eyjum

TM-mótið í Eyjum var haldið um miðjan júní. Mótið tókst frábærlega en mótið sem er í samstarfi við ÍBV stóð dagana 8.–11. júní. 900 stúlkur víðs vegar af landinu í 5. flokki kvenna í knattspyrnu mættu á mótið þar sem mikið var um að vera.


Námskeiðið – Svefn og næring ungbarna

TM bauð foreldrum ungra barna á námskeið til að bæta svefn og næringu barna þeirra. Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í svefni og svefnvanda barna ásamt Rakel B. Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi og sérfræðingi í nýburahjúkrun, stýrðu námskeiðinu. Arna skrifaði bókina Draumalandið sem fjallar um leiðir að bættum svefnvenjum og hvernig hægt er að leysa svefnvandamál barna. Námskeiðið var haldið í mars, júlí og október.

21. júlí 2016

Gæsin Blanda

Nýjasta höfuðgæs Blönduósbúa, grágæsin Blanda, fékk sinn eigin gervihnattasendi í boði TM svo hægt verði að fylgjast með henni næstu tvö árin.

13. september 2016

TM-gangan 2016 - Bessastaðanes

TM bauð viðskiptavinum sínum í árlega TM-göngu sunnudaginn 18. september. Gangan hófst á Bessastöðum kl. 12. Gengið var um Bessastaðanes og endað í Bessastaðakirkju.

23. nóvember 2016

TM styrkir herferð UN Women

TM var aðalstyrktaraðili nýrrar herferðar UN Women á Íslandi sem hleypt var af stokkunum 22. nóvember. Herferðin var neyðarsöfnun fyrir konur á flótta í Mosul sem búa við hræðilegar aðstæður.

 

Bílprófsnámskeið fyrir verðandi ökumenn

Markmiðið með námskeiðinu var að minnka líkur á slysum og óhöppum hjá ungum ökumönnum í upphafi ökuferilsins. Forstöðumaður forvarna stýrði og Björn Bragi kætti með uppistandi í lok námskeiðs. Bílprófsnámskeiðið var haldið í mars, ágúst og nóvember.

29. nóvember 2016

TM veitir Framúrstefnuverðlaun

Eins og undanfarin ár var TM einn af helstu bakhjörlum Sjávarútvegsráðstefnunnar með sérstaka aðkomu að Framúrstefnuverðlaunum ráðstefnunnar. Verðlaunaðar voru þrjár hugmyndir.

7. desember 2016

TM í 60 ár

Tryggingamiðstöðin fagnaði 60 ára afmæli sínu þann 7. desember. Á þessum árum hefur samfélagið tekið miklum breytingum og TM öðlast dýrmæta reynslu. Við þökkum fyrir ánægjuleg viðskipti og hlökkum til að kynnast fleiri viðskiptavinum á komandi árum.