Framtíðarsýn og gildi

Hlutverk TM er að þjóna einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum með því að aðstoða þau við að vera rétt tryggð og koma lífi þeirra og starfsemi fljótt á réttan kjöl eftir áföll.

Gildi TM

Einfaldleiki

Einfaldleiki

Við setjum upp­lýsingar fram á manna­máli og erum með einfaldar samskipta- og þjónustuleiðir.

Sanngirni

Sanngirni

Við leitum sameiginlegra lausna og stöndum við gefin loforð.

Heiðarleiki

Heiðarleiki

Við segjum sannleikann jafnvel þó hann geti valdið erfiðleikum.

Framsækni

Framsækni

Við erum framsækin og lítum á breytingar sem tækifæri til sóknar.


Framtíðarsýn TM

TM er íslenskt vátryggingafélag sem skilar eigendum sínum góðum arði og er því áhugaverður fjárfestingarkostur. TM er til fyrirmyndar í stjórnarháttum og er ábyrgur þátttakandi í samfélaginu. Hægur en öruggur vöxtur bæði hérlendis og erlendis styrkir arðsemi og áhættudreifingu félagsins. TM nýtir fullkomna upplýsingatækni, líkanasmíð og vel skilgreind ferli til að skapa samkeppnisforskot á markaði, hvort sem er í vátrygginga- eða fjárfestingastarfsemi.

Viðskiptavinir TM eru þeir ánægðustu á íslenskum vátryggingamarkaði. Starfsfólk TM er vel í stakk búið til þess að koma lífi viðskiptavina fljótt á réttan kjöl eftir áföll og sér til þess með vandaðri ráðgjöf að viðskiptavinir félagsins séu ávallt rétt tryggðir.

Framtíðarsýn TM er metnaðarfull og valdir hafa verið fimm lykilmælikvarðar til þess að mæla framvindu félagsins í að gera hana að veruleika.

Ávöxtun eigin fjár skal vera hærri en 15%

Samsett hlutfall skal vera lægra en 95%

Kostnaðarhlutfall skal vera lægra en 20%

Helgun starfsfólks skal vera meira en 4,2*

...og ánægðustu viðskiptavinir 
tryggingafélaganna
skulu vera hjá

 

 

* Samkvæmt mælingum Gallup