Arðsemi eigin fjár
TM hefur sett sér markmið um að ávöxtun eigin fjár skuli vera hærri en 15%. Þetta markmið hefur náðst í flestum tilfellum undanfarin 10 ár. Arðsemin hefur verið nokkuð sveiflukennd en þess ber að geta að ýmsir einskiptisliðir hafa valdið sveiflunum. Hrunsárið 2008 sker sig úr en þá var töluvert tap á rekstri félagsins.
Á undanförnum árum hefur verið kappkostað að stýra félaginu í samræmi við áhættuvilja stjórnar út frá Solvency II gjaldþolshlutfalli. Fjárhagsskipan TM og tjónaskuld var endurmetin í samræmi við hinar nýju kröfur. Arðgreiðslur og endurkaup eigin bréfa hafa síðan þá verið miðaðar við að halda gjaldþolshlutfalli innan þeirra marka sem áhættuvilji stjórnar setur. Samkvæmt honum á gjaldþolshlutfallið að vera innan 1,4 til 1,7 sinnum gjaldþolskrafa félagsins. Á árinu 2015 var ráðist í 2 milljarða kr. útgáfu á víkjandi skuldabréfum sem lið í endurskoðun á fjárhagsskipan félagsins.