Stjórn TM

Stjórnarmenn og forstjóri TM þurfa að fullnægja þeim skilyrðum sem kveðið er á um í lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, auk þess sem forstjóri og stjórnarmenn TM þurfa að standast hæfnismat Fjármálaeftirlitsins sem fer fram í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 886/2012, um framkvæmd hæfnismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna vátryggingafélaga.


Örvar Kærnested

stjórnarformaður

Örvar tók fyrst sæti í stjórn TM í desember 2012. Hann er fæddur árið 1976 og er sjálfstætt starfandi fjárfestir. Örvar er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Örvar starfaði á árunum 1999–2008 hjá Kaupþingi banka og síðar Stodir UK ltd. Örvar er eigandi Riverside Capital ehf. sem á 2,63% eignarhlut í TM. Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.

Andri Þór Guð­mundsson

stjórnarmaður

Andri var skipaður í stjórn TM í ágúst 2013. Hann hefur verið forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf., frá árinu 2004. Andri er með cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og lauk árið 2002 MBA-prófi frá Rotterdam School of Management. Andri situr í stjórn Mjallar-Friggjar ehf., Sólar ehf. og Viðskiptaráðs. Hann er einnig í stjórn OA eignarhaldsfélags ehf., Ofanleiti 1 ehf. og Verzlunarskóla Íslands ses. Hlutafjáreign í félaginu er engin. Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Andri er fæddur árið 1966.

Kristín Friðgeirs­dóttir

stjórnarmaður

Kristín var skipuð í stjórn TM í ágúst 2013. Hún kennir við London Business School og stundar rannsóknir og ráðgjöf á sviði ákvarðanatöku, áhættustýringar, verðlagningar og tekjustýringar. Kristín hefur starfað sem ráðgjafi hjá McKinsey, Intel, Yahoo og öðrum vef- og fjármálafyrirtækjum. Hún kennir stjórnendum erlendra fyrirtækja ákvarðanatöku, s.s. Lloyds, Prudential, Lufthansa, Oman Oil og Mars. Kristín útskrifaðist með BS-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, MS-gráðu í fjármálaverkfræði frá Stanford-háskóla árið 1997 og lauk árið 2002 Ph.D. í rekstrarverkfræði frá Standford-háskóla. Kristín situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík, er stjórnarformaður Haga hf. og situr í stjórn Distica hf. Kristín er fædd árið 1971. Hlutafjáreign í TM er engin og engin hagsmuna­tengsl eru við stærstu viðskipta- eða samkeppnisaðila.

Linda Björk Bents­dóttir

stjórnarmaður

Linda tók sæti í stjórn TM í mars 2015. Hún er sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður hjá Lögmönnum Hamraborg 12. Linda er með cand. juris gráðu frá HÍ og próf í verðbréfaviðskiptum. Á árunum 2006–2009 var hún framkvæmdastjóri hjá Inn Fjárfestingu ehf., og frá 2000–2005 starfaði hún hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. Frá 1994–2000 starfaði Linda við lögmennsku og var m.a. aðallögmaður Samvinnusjóðs Íslands. Linda situr í fjárfestingaráði Fjárfestingafélags atvinnulífsins og fjárfestingaráði Kjölfestu. Hún situr í yfirmatsnefnd skv. ábúðarlögum. Linda hefur setið í ýmsum opinberum nefndum og ráðum og var m.a. formaður úrskurðarnefndar um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir frá 2003–2008. Hlutafjáreign í TM er engin og engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Linda er fædd árið 1964.

Ragn­heiður Elfa Þorsteins­dóttir

stjórnarmaður

Ragnheiður Elfa tók fyrst sæti í stjórn TM í mars 2015. Hún er lektor við lagadeild HA og héraðsdóms­lögmaður. Ragnheiður Elfa útskrifaðist frá lagadeild HÍ árið 1992 og lauk LL.M.-prófi frá Háskólanum í Edinborg árið 2005. Ragnheiður Elfa starfaði sem yfirlögfræðingur í umhverfisráðuneyti árin 1995–1998 og í utanríkisráðuneytinu frá 1998–2013, þar af 5 ár í sendiráði Íslands í Brussel. Hlutafjáreign í félaginu er engin. Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Ragnheiður Elfa er fædd árið 1968.


Varamenn

Bjarki Már Baxter

varamaður

Bjarki Már tók fyrst sæti í stjórn TM í desember 2012. Hann starfar sem yfirlögfræðingur WOW air. Á árunum 2013–2015 starfaði hann sem héraðsdómslögmaður hjá Hildu ehf. og 2011–2013 var hann yfirlögfræðingur slitastjórna Frjálsa hf. og SPRON hf., hjá Dróma hf. Bjarki útskrifaðist með mag. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007. Hlutafjáreign í félaginu er engin. Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Bjarki Már er fæddur árið 1982.

Bryndís Hrafnkelsdóttir

varamaður

Bryndís er fædd árið 1964 og hefur frá árinu 2010 verið forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist með cand. oceon. gráðu í viðskiptafræði árið 1989 og með MS-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ árið 2015. Hún tók sæti í varastjórn TM í mars 2011. Bryndís var á árunum 2000–2006 framkvæmdastjóri Debenhams á Íslandi, starfaði á fjármálasviði samstæðu Kaupþings banka hf. 2007–2008 og var fjármálastjóri Landfesta hf. á árunum 2008–2010. Hún er formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands og stjórnarformaður í Ofanleiti 1 ehf. Bryndís situr einnig í stjórn Regins hf. og Gjarðar fjárfestingafélags. Hlutafjáreign í TM er engin og engin hagsmunatengsl eru við stóra hluthafa, stærstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.