Framkvæmdastjórn

Fyrirsagnalisti

Sigurður Viðarsson

forstjóri

Sigurdur Viðarsson

Sigurður hóf störf hjá TM í október 2007. Hann starfaði áður hjá Okkar líftryggingum hf., m.a. sem forstöðumaður fjármála- og vátryggingasviðs og staðgengill forstjóra. Sigurður er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Björk Viðarsdóttir

framkvæmdastjóri tjónaþjónustu

Björk hóf störf hjá TM í ágúst 2008 sem lögfræðingur í tjónaþjónustu en hún útskrifaðist sem cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2004. Hún lauk málflutningsprófi fyrir héraðsdómi árið 2009 og varð forstöðumaður persónutjóna frá árinu 2010. Haustið 2016 tók Björk við starfi framkvæmdastjóra tjónaþjónustu. 

Garðar Þ. Guðgeirsson

framkvæmdastjóri áhættuverðlagningar og viðskiptaþróunar

Garðar Þ. Guðgeirsson

Garðar hóf störf hjá TM í júní 2008. Hann starfaði áður hjá Íslensku verkfræðistofunni og sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Kaupmannahöfn. Garðar er með B.Sc.-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá University of York, og MBA frá IMD.

Hjálmar Sigurþórsson

framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar og erlendra viðskipta

Hjálmar hóf störf hjá TM í september 1988, fyrst sem starfsmaður í tjónadeild, síðan deildarstjóri tjónadeildar frá 1994 þar til hann varð framkvæmdastjóri hennar árið 2005. Árið 2008 tók Hjálmar við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjaþjónustu TM. Hjálmar er með MBA-gráðu frá Háskólanum Reykjavík.

Kjartan Vilhjálmsson

framkvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar og markaðsmála

Kjartan hóf störf hjá TM í janúar 2005 sem lögfræðingur. Hann útskrifaðist sem cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands sama ár og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2006. Kjartan varð framkvæmdastjóri tjónaþjónustu 2008 en tók við starfi framkvæmdastjóra einstaklingsráðgjafar og markaðsmála 2016.

Óskar B. Hauksson

framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs

Óskar hóf störf hjá TM í ágúst 2006 sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Óskar er verkfræðingur og með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist með MBA-gráðu frá Oxford, Said Business School, árið 2005. Óskar hefur verið framkvæmdastjóri fjármála- og rekstararsviðs TM frá árinu 2008.