Rekstraráætlun 2017

Gert er ráð fyrir um 9% vexti í eigin iðgjöldum á milli ára sem er í takt við hagvöxt og verðlagsþróun.

Reiknað er með lækkun fjárfestingatekna um 26% en áætlun um afkomu fjárfestinga byggir á langtímaviðmiðum einstakra fjárfestingarflokka þar sem erfitt er að spá um skammtímasveiflur á markaði.

Gert er ráð fyrir að tjónakostnaður hækki um 6% á milli ára en þess ber að geta að ekki er áætlað fyrir stórtjónum sem verða með óreglubundnum hætti. Eigið tjónshlutfall er áætlað að lækki úr 77% í 75%.

Reiknað er með að rekstrarkostnaður lækki um 3% á milli ára en í heild lækkar kostnaðarhlutfall í vátryggingarekstrinum úr 21% í 19%.

Hagnaður fyrir tekjuskatt er áætlaður að verði 2,8 milljarðar kr. sem er 6% lækkun á milli ára. Gert er ráð fyrir að samsett hlutfall verði 94% á árinu 2017.

Tekjuskattur er 20% af tekjuskattsstofni. Vegna breytinga á lögum um tekjuskatt sem tóku gildi frá og með 2012 er hagnaður af hlutabréfum og móttekinn arður vegna félaga frádráttarbær frá skattskyldum tekjum. Tekjuskattsstofn mun því að hluta til ráðast af arði og ávöxtun hlutabréfa í fjárfestingasafni TM á árinu. Rekstraráætlunin felur ekki í sér spá um hvernig markaðir munu þróast á tímabilinu og þar af leiðandi felst ekki í rekstraráætluninni spá um tekjuskatt vegna rekstrar á árinu.

Til viðbótar við hefðbundinn tekjuskatt greiðir TM sérstakan fjársýsluskatt sem lagður er á fjármálafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki, tryggingafélög og Íbúðalánasjóð samkvæmt lögum nr. 165/2011, um fjársýsluskatt. Skatturinn nemur 6% af tekjuskattsstofni umfram einn milljarð króna.

Aðrir þættir geta einnig haft áhrif á skattgreiðslu ársins, svo sem áhrif af samsköttun félaga samstæðunnar og áhrif vegna uppsafnaðs taps frá fyrri árum.

Hagnaður félagsins er ekki jafnskiptur yfir árið vegna árstíðasveiflu en almennt er meira um tjón á vetrum. Þróun á almennum efnahagsskilyrðum og fjármálamörkuðum á Íslandi eru utan áhrifasviðs stjórnar og framkvæmdastjórnar TM en þróist efnahagsskilyrði og fjármálamarkaðir ekki í takt við þær forsendur sem gert er ráð fyrir í spánni getur það leitt til þess að rekstrarniðurstaða verði önnur en gert er ráð fyrir í rekstraráætluninni. Stjórn og framkvæmdastjórn TM geta jafnframt ekki haft áhrif á verðlagsbreytingar og skatta sem félagið þarf að greiða en verðlagsbreytingar umfram spár Seðlabanka Íslands í nóvember og miklar breytingar á skattaumhverfi félagsins geta haft áhrif á rekstraráætlunina.

Áætlaður hagnaður ársins 2017 er 2,8 milljarðar króna fyrir tekjuskatt.

  1F 2017 2F 2017 3F 2017 4F 2017 Á 2017 2016 ∆%
Eigin iðgjöld 3.597 3.782 4.117 3.828 15.324 14.060 1.264 9%
Fjárfestingatekjur 404 772 401 770 2.347 3.178 (831) -26%
Aðrar tekjur 10 9 9 9 38 41 (3) -8%
Heildartekjur 4.011 4.563 4.527 4.608 17.709 17.279 430 2%
Eigin tjón (2.996) (2.763) (2.754) (2.900) (11.413) (10.718) (695) 6%
Rekstrarkostnaður (898) (856) (762) (820) (3.337) (3.303) (34) 1%
Fjármagnsgjöld (40) (40) (40) (40) (159) (247) 88 -36%
Virðisrýrnun útlána (5) (5) (5) (5) (19) (57) 38 -67% 
Heildargjöld (3.938) (3.664) (3.561) (3.765) (14.928) (14.326) (602) 4%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 73 899 966 843 2.781 2.953 (172) -6%

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Lykiltölur ársins 2017 eru áætlaðar eftirfarandi:

  1F 2017 2F 2017 3F 2017 4F 2017 Á 2017 2016
Vátryggingastarfssemi            
Tjónshlutfall 83% 73% 67% 76% 75% 76%
Kostnaðarhlutfall 21% 20% 18% 19% 19% 21%
Samsett hlutfall 104% 93% 84% 95% 94% 97%
Framlegð (162) 272 638 193 942 420
Fjárfestingar            
Ávöxtun 1,6%  3,0%  1,5%  2,9%  9,3%  13,0%